The Mountain Woman's Speech
ísl. Ávarp fjallkonu
2017
Performance

Performed, and created for, "Eitt þak, takk" (eng. One Roof, Please), a performance evening held by IUA students as the political parties in Iceland were campaigning for general elections in 2017. All political parties were invited to send a representative to the event, which was supposed to increase awareness in IUA's housing problem.

The Mountain Woman, or the Lady of the Mountain, is the female incarnation of Iceland. Since the establishment of the Icelandic republic in 1944 it has been traditional for a woman in traditional dress to read the poem on the national holiday. The traditional dress used at "Eitt þak, takk" was made from old curtains, artificial silk, cardboard, and a glue gun, to represent IUA's makeshift and inadequate housing. The speech is made up from direct quotes said by campaigning politicians at open meetings in the Iceland University of the Arts and the University of Iceland.

Ávarp fjallkonu:

Háttvirtir stjórnmálamenn, starfsfólk skólans, vinir og vandamenn, og síðast en ekki síst, nemendur við Listaháskóla Íslands, verið hjartanlega velkomin hingað á Sölvólsgötu á gjörningakvöld þetta. Við erum hingað saman komin í þessu heilsuspillandi húsnæði því nú er komið nóg. Listaháskólinn hefur verið á vergangi frá því hann var stofnaður, fyrir hartnær 20 árum, og er nú starfræktur í fimm húsnæðum. Á opnum fundi hér í Sölvhóli fyrir tæpri viku nefndi arkítekt til margra ára að ekkert kostaði að byggja hús, ef pólitískur vilji væri fyrir því að byggja téð hús, heldur fælist kostnaður í því að reka húsið. Það gefur því auga leið að listaháskólinn í öllum sínum misgóðu húsnæðum eyðir miklu fé í að reka í reka þau með öllu þeirra hafurtaski, en stjórnendum skólans telst svo til að spara mætti 50 milljónir með því að reka allar deildir skólans undir einu þaki en ekki fimm. Það er gífurleg fjárhæð sem nota mætti til þess að auka þjónustu við nemendur, sem er akkúrat tilgangur hárra skólagjalda nemenda. Pólitískur vilji er þó mjög stopult fyrirbrigði, hús fyrir sameinaðan listaháskóla mun ekki rísa nema það hafi sýnt sig og sannað að það muni skila hagnaði í ríkissjóð.

Fráfarandi ríkisstjórn segir það kokhraust hverjum sem vill hlusta að ríkissjóður sé nú hallalaus, hafi raunar komið út í 44 milljarða króna hagnaði, en hvað stoðar það þegar öll innviði íslensks samfélags eru rjúkandi rústir einar? Á áður nefndum fundi hér í Sölvhóli, voru forsvarsmenn flestra flokkanna sammála um það að hægt væri að innheimta 100 milljarða króna arð umfram það sem finna má í ríkissjóði héðan og þaðan, og tæptu svo á því að ríkið þyrfti að reiða fram tæpa 8 milljarða til þess að rétta af menntakerfið í landinu. Svo kom fram á opnum fundi á Háskólatorgi í gær að hver króna sem ríkið leggði í menntakerfið skilaði sér áttfalt í ríkissjóð. Menningarverðmæti í orðsins fyllstu merkingu. Skapandi greinar skila þó töluverðu fjármagni í ríkiskassann, a.m.k. 24 milljörðum í útflutningstekjur á síðasta ári, en þær skila sér ekki aftur til hinna skapandi greina í formi aukinna fjárframlaga til eða þjónustu við hinar skapandi greinar. Það er þó deginum ljósara að aukin þjónusta við nemendur í skapandi greinum mun skila sér í beinum arði í ríkissjóði, að listaháskóli með allar deildir undir einu þaki er hagstæð fjárfesting sem mun koma til með að skila miklum verðmætum. Íslendingar hafa alltaf fylgt sér um sameiginleg menningarverðmæti sín, sem nú þarf að standa vörð um og gæta.

Mennt er máttur og mennt er frelsi. 28. október næstkomandi er því mikilvægt að fólk kjósi menntun – kjósa áframhaldandi uppbyggingu þessa lands og þessrar þjóðar. Það er sameiginleg skylda okkar allra að vinna úr því sem orðið er og móta saman það sem enn er ókomið með þeim hætti að vel megi við una um alla framtíð. Mannlegt hugvit er eina óþrjótandi auðlind okkar Íslendinga. Kjósum menntun.